Tenglar

11. ágúst 2021 | Sveinn Ragnarsson

Ólafsdalshátíð 2021 aflýst, en opið til 15. ágúst

Gestir í Ólafsdal 2021
Gestir í Ólafsdal 2021
1 af 5

Okkur þykir leitt að tilkynna að þrettándu Ólafsdalshátíðinni sem vera átti laugardaginn 14. ágúst er hér með afýst vegna Covid fjöldatakmarkana.

 

Áfram verður þó opið í Ólafsdal kl. 12 - 17 alla daga fram til 15. ágúst.

Sýningar, leiðsögn, kaffi, rjómavöfflur, Erpsstaðaís, góðar gönguleiðir og fornminjar.

 

Mikill kraftur hefur verið í framkvæmdum Minjaverndar á staðnum að undarförnu. Þannig standa nú fimm byggingar í Ólafsdal þar sem skólahúsið var eitt fyrir þremur árum.

 

Fimm fornleifafræðingar frá Fornleifastofnun Íslands eru nú við rannsóknir á minjasvæðinu, undir forystu Hildar Gestsdóttur, þar sem landnámsskáli og aðrar fornar byggingar fundust árið 2017. Gestum er velkomið að ganga að minjasvæðinu sem er 1,2 km frá skólahúsinu (15-20 mín ganga). Þeir eru þó beðnir um að trufla ekki fornleifafræðingana sem hafa skamman tíma til rannsókna þetta árið. Góðar upplýsingar eru um fornleifauppgröftinn inni í skólahúsinu.

 

Góð aðsókn hefur verið að Ólafsdal frá opnun í sumar. Veðrið undanfarna daga hefur verið frábært og veðurspáin er góð.

Gestgjafar fram til lokunar verða Rögnvaldur Guðmundsson og Helga Björg Stefánsdóttir.

Meðfylgjandi myndir eru frá Rögnvaldi Guðmundssyni.

 

 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31