Ólafsdalshátíð 2021 aflýst, en opið til 15. ágúst
Okkur þykir leitt að tilkynna að þrettándu Ólafsdalshátíðinni sem vera átti laugardaginn 14. ágúst er hér með afýst vegna Covid fjöldatakmarkana.
Áfram verður þó opið í Ólafsdal kl. 12 - 17 alla daga fram til 15. ágúst.
Sýningar, leiðsögn, kaffi, rjómavöfflur, Erpsstaðaís, góðar gönguleiðir og fornminjar.
Mikill kraftur hefur verið í framkvæmdum Minjaverndar á staðnum að undarförnu. Þannig standa nú fimm byggingar í Ólafsdal þar sem skólahúsið var eitt fyrir þremur árum.
Fimm fornleifafræðingar frá Fornleifastofnun Íslands eru nú við rannsóknir á minjasvæðinu, undir forystu Hildar Gestsdóttur, þar sem landnámsskáli og aðrar fornar byggingar fundust árið 2017. Gestum er velkomið að ganga að minjasvæðinu sem er 1,2 km frá skólahúsinu (15-20 mín ganga). Þeir eru þó beðnir um að trufla ekki fornleifafræðingana sem hafa skamman tíma til rannsókna þetta árið. Góðar upplýsingar eru um fornleifauppgröftinn inni í skólahúsinu.
Góð aðsókn hefur verið að Ólafsdal frá opnun í sumar. Veðrið undanfarna daga hefur verið frábært og veðurspáin er góð.
Gestgjafar fram til lokunar verða Rögnvaldur Guðmundsson og Helga Björg Stefánsdóttir.
Meðfylgjandi myndir eru frá Rögnvaldi Guðmundssyni.