6. ágúst 2010 |
Ólafsdalshátíð á 130 ára afmæli búnaðarskólans
Veigamikil og fjölbreytt dagskrá verður á sunnudag í Ólafsdal við Gilsfjörð. Ólafsdalshátíðin er að þessu sinni haldin í minningu þess að 130 ár eru liðin frá stofnun fyrsta búnaðarskóla hérlendis. Aðgangur að viðburðum á dagskránni er ókeypis, en hún stendur frá kl. 13 til kl. 17. Hana má sjá hér í einstökum atriðum (pdf). Tekið er fram að netsamband er enn stopult í Ólafsdal og því eru gestir beðnir að hafa með sér lausafé hafi þeir hug á að versla á markaði eða taka þátt í happdrætti.