7. ágúst 2020 | Sveinn Ragnarsson
Ólafsdalshátíð aflýst
Rögnvaldur Guðmundsson formaður Ólafsdalsfélagsins sendi eftirfarandi tilkynningu:
„Mér þykir afar leitt að tilkynna að vegna COVID fjöldatakmarkana hefur verið tekin sú ákvörðun að aflýsa þrettándu Ólafsdalshátíðinni sem halda átti 15. ágúst næstkomandi.“
Sjá nánar á vefsíðunni Ólafsdalur.
Aðsókn að Ólafsdal hefur verið afar góð í sumar, enda uppbygging staðarins í fullum gangi.