2. ágúst 2017 | Sveinn Ragnarsson
Ólafsdalshátíðin 12. ágúst
Ólafsdalshátíðin verður eftir rúma viku, 12. ágúst. Að venju er vegleg dagskrá; gönguferð með leiðsögn um dalinn... gætu hafa fundist þar minjar frá víkingaöld?
Ólafsdalshappdrættið og Ólafsdalsmarkaðurinn á sínum stað.
Á hátíðardagskránni koma fram:
Ferðamálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir flytur erindi,
Laddi hinn eini sanni skemmtir,
Söngvarinn góðkunni Valdimar Guðmundsson syngur við undirleik Arnar Eldjárns,
Leikhópurinn Lotta skemmtir börnum á öllum aldri, og margt fleira verður til fróðleiks og skemmtunar.
Herlegheitin kynnir svo engin önnur en Halla Sigríður Steinólfsdóttir, bóndi í Ytri Fagradal