Tenglar

8. ágúst 2008 |

Ólafsdalshátíðin á sunnudag - dagskráin

Skólahúsið mikla frá 1896.
Skólahúsið mikla frá 1896.
1 af 2

Hátíðahöld verða núna á sunnudaginn í Ólafsdal við Gilsfjörð eins og hér hefur verið greint frá. Ætlunin er að sá dagur marki upphafið á endurreisn Ólafsdals sem frumkvöðlaseturs með lifandi starfsemi á sviði ferðaþjónustu, mennningar, sjálfbærrar nýtingar og fræðslu. Þessi tími er valinn vegna þess að um þessar mundir eru 170 ár liðin frá fæðingu frumkvöðulsins Torfa Bjarnasonar, sem jafnan er nefndur Torfi í Ólafsdal (f. 28. ágúst 1838). Þar stofnaði hann árið 1880 fyrsta búnaðarskóla á Íslandi og rak hann allt fram til 1907 ásamt Guðlaugu Sakaríasdóttur eiginkonu sinni.

 

Á hátíðinni verður undirrituð viljayfirlýsing milli landbúnaðarráðuneytisins og Ólafsdalsfélagsins ses. um að félagið fái umsjón með jörðinni í Ólafsdal. Jafnframt að félagið fái leyfi til framkvæmda við endurbætur á skólahúsinu í Ólafsdal, sem staðið hefur ónotað í um 30 ár, og öðrum byggingum í nágrenni þess. Minnt skal á, að þennan dag frá kl. 13 til 20 verður hið árlega kaffihlaðborð í Skriðulandi í Saurbæ, ekki allfjarri Ólafsdal.

 

Ítarefni um Ólafsdal og endurreisnarstarfið er að finna hér.

 

Dagskráin á sunnudag er á þessa leið:

 

14:00 - Hvers vegna endurreisn Ólafsdals? Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Ólafsdalsfélagsins.

14:15 - Ávarp: Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

14:25 - Ávarp: Grímur Atlason, sveitarstjóri Dalabyggðar.

14:30 - Tvísöngur: Halldór Gunnarsson, Rauðbarðaholti, og Ólafur Bragi Halldórsson, Magnússkógum.

14:40 - Hugleiðing um Torfa Bjarnason og áhrif hans. Bjarni Guðmundsson, prófessor við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og forstöðumaður Landbúnaðarsafns Íslands ses.

14:55 - Ólafsdalur - sögustaður sem skiptir máli. Jón Jónsson, þjóðfræðingur og menningarfulltrúi Vestfjarða.

15:10 - Undirritun viljayfirlýsingar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og Ólafsdalsfélagsins ses. um Ólafsdal.

15:15 - Undirritun viljayfirlýsingar Landbúnaðarsafns Íslands ses. og Ólafsdalsfélagsins ses. um samvinnu.

15:20 - Söngur og gítar: Bjarni Guðmundsson, trúbador og tónskáld.

 

Fundarstjóri: Halla Steinólfsdóttir, Ytri-Fagradal, varaformaður Ólafsdalsfélagsins.

 

15:30 -17:00

- Leiðsögn um skólahúsið í Ólafsdal (frá 1896) og næsta nágrenni.

- Munir úr Ólafsdalsbúinu til sýnis. Varðveittir á Byggðasafninu að Laugum í Sælingsdal og Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri.

- Ljósmyndasýning um fólkið og lífið í Ólafsdal.

- Heyskapur og sláttur með orfi og ljá.

- Kaffi og kleinur.

 

Kaffihlaðborð í Skriðulandi kl. 13:00-20:00.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31