Tenglar

8. ágúst 2014 | vefstjori@reykholar.is

Ólafsdalshátíðin að ganga í garð

Vatnslitamynd eftir Collingwood af Ólafsdal 1897. Þjóðminjasafnið.
Vatnslitamynd eftir Collingwood af Ólafsdal 1897. Þjóðminjasafnið.
1 af 5

Ólafsdalshátíðin verður haldin í sjöunda sinn núna á sunnudag og stendur frá morgni og fram undir kvöld. Skólasetrið gamla í Ólafsdal við Gilsfjörð hefur á undanförnum árum gengið í endurnýjun lífdaganna sem menningarsetur, með ötulu starfi Ólafsdalsfélagsins. Aðgangur á hátíðina og skemmtiatriðin er ókeypis en auk þess verður haldið þriggja tíma tóvinnunámskeið fyrir börn og ungmenni. Líka verður þar sem fyrr fjölbreyttur matar- og handverksmarkaður og sala á miðum í Ólafsdalshappdrættinu (dregið síðdegis). Kaffi, djús, kleinur og flatkökur í boði á vægu verði. Netsamband er stopult í Ólafsdal og því er gestum ráðlagt að hafa með sér lausafé til að versla og taka þátt í happdrættinu.

 

Dagskrána í heild er að finna hér.

 

Myndirnar sem hér fylgja (nr. 1-4)  eru úr fróðlegri og skemmtilegri samantekt eftir Rögnvald Guðmundsson, frumkvöðul Ólafsdalsfélagsins og formann þess frá upphafi (tengill hér fyrir neðan). Þar er að finna fjölda mynda, bæði gamalla og nýrra.

 

Ólafsdalur er við sunnanverðan Gilsfjörð, um sex kílómetra frá þjóðveginum. Beygt er út af rétt fyrir sunnan Gilsfjarðarþverunina (sjá mynd nr. 5).

 

Rögnvaldur Guðmundsson: Endurreisn Ólafsdals í Gilsfirði - Sagan og uppbyggingaráætlanir

 

Sjá einnig:

13.07.2014 Nýjungar og nýr staðarhaldari í Ólafsdal (ásamt fleiri tenglum til fróðleiks)

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31