Tenglar

22. júlí 2016 |

Ólafsdalur: Formæður á tímaflakki í myndlist

Guðrún Tryggvadóttur opnar sýningu sína Dalablóð í skólahúsinu gamla í Ólafsdal við Gilsfjörð á morgun, laugardag 23. júlí. Á sýningunni fjallar Guðrún um formæður sínar í beinan kvenlegg, þær sem fæddust og bjuggu í Dalasýslu og hinar sem fluttust suður, samtals ellefu kynslóðir. Markmið Guðrúnar er að tengjast formæðrum sínum, skapa þær með því að mála þær og gefa þeim þannig möguleika á að hittast án þess að tíminn geti skilið þær að. Leyfa þeim að horfast í augu og skoða hvað þær eiga sameiginlegt og hvað jarðneskt líf snýst raunverulega um.

 

Afrakstur þessa tímaflakks verður að sjá í sex herbergjum á 2. hæð skólahússins í Ólafsdal núna í sumar.

 

Sýningin verður opnuð kl. 14 á morgun en verður síðan opin daglega kl. 12-17 fram til 14. ágúst. Allir hjartanlega velkomnir.

 

Nánar um sýninguna á vefsíðu hennar

 

Facebooksíða sýningarinnar

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31