Tenglar

21. febrúar 2014 | vefstjori@reykholar.is

Öldungaráð í Reykhólahreppi?

Jóna Valgerður í Mýrartungu II, formaður Landssambands eldri borgara.
Jóna Valgerður í Mýrartungu II, formaður Landssambands eldri borgara.

Finnst ykkur, góðir félagar, það vera metið að verðleikum allt það starf sem félög eldri borgara eru að leggja fram til að halda uppi félagslegri starfsemi? Þar er vissulega mikil sjálfboðavinna á ferð. Það starf er vafalaust stór þáttur í því að rjúfa félagslega einangrun, sem oft sækir að á efri árum. Væri það starf ekki jafn mikið og raun ber vitni væri andleg heilsa eldri borgara miklu verri en hún er og það hefur áhrif á líkamlega heilsu, sem svo aftur bitnar á heilbrigðis- eða félagslega kerfinu. Nýleg rannsókn á heilsufari eldri borgara sýnir að þeir sem eru félagslega virkir búa við betri heilsu en aðrir.

 

Þannig kemst Jóna Valgerður Kristjánsdóttir í Mýrartungu II í Reykhólasveit, formaður Landssambands eldri borgara, að orði í grein hér á vefnum, sem jafnframt birtist í Morgunblaðinu í dag. Og hún spyr:

 

Hvað ætlar ný sveitarstjórn að gera á næsta kjörtímabili í málefnum eldri borgara? Hvernig er heimaþjónustan? Eru heimsendingar á mat? Er einhver starfsmaður á vegum sveitarfélagsins að sinna þörfum eða starfsemi fyrir eldri borgara? Hvað um húsnæði fyrir starf Félags eldri borgara? Er það fyrir hendi eða nægilegt? Verður kosið öldungaráð hjá ykkur?

 

Síðan segir Jóna Valgerður:

 

Til þess að koma á fót samráðsvettvangi fyrir sveitarstjórnarmenn og félög eldri borgara ættu allar sveitarstjórnir að skipa öldungaráð að loknum kosningum, eða láta kjósa það með beinni kosningu. Slík öldungaráð starfa samkvæmt lögum á öllum löndum á Norðurlöndunum nema Íslandi og Færeyjum. Öldungaráð er þó starfandi í Hafnarfirði og tillaga var samþykkt hjá borgarstjórn Reykjavíkur sl. vetur um öldungaráð, en hefur ekki komist í framkvæmd enn svo vitað sé.

 

Grein Jónu Valgerðar í heild má lesa hér og undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin undir fyrirsögninni Öldungaráð í öll sveitarfélög landsins.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31