Tenglar

16. desember 2015 |

Öldungaráðið fullskipað

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.

Sveitarstjórnir Reykhólahrepps og Dalabyggðar samþykktu fyrir nokkru stofnun öldungaráðs Dalabyggðar og Reykhólahrepps og kusu fulltrúa sína í það. Samkvæmt erindisbréfi er ráðið sveitarstjórnunum til ráðgjafar og skulu þær hafa samráð við það um málefni eldri borgara. Á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps í gær var lagt fram bréf frá formanni Félags eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi þar sem tilkynnt var um fulltrúa þess í ráðinu.

 

Öldungaráð Dalabyggðar og Reykhólahrepps er því þannig skipað:

 

Fulltrúar Félags eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi

Aðalmenn: Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Reykhólahreppi, og Þrúður Kristjánsdóttir, Dalabyggð.

Varamenn: Sigurður Þórólfsson, Dalabyggð, og Guðjón D. Gunnarsson, Reykhólahreppi.

 

Fulltrúar sveitarstjórnar Dalabyggðar

Aðalmenn: Eyþór Jón Gíslason og Ingveldur Guðmundsdóttir.

Varamenn: Þorkell Cýrusson og Halla S. Steinólfsdóttir.

 

Fulltrúar sveitarstjórnar Reykhólahrepps

Aðalmenn: Vilberg Þráinsson og Sandra Rún Björnsdóttir.

Varamenn: Karl Kristjánsson og Áslaug B. Guttormsdóttir.

 

Öldungaráðið getur komið ábendingum til sveitarstjórnanna um allt það sem betur kann að fara varðandi málefni eldri borgara. Félagsmálastjórar eða þeir sem sinna málefnum eldri borgara eru tengiliðir sveitarfélaganna við ráðið, starfa með því og eru því til aðstoðar.

 

Sveitarstjórnirnar skulu kynna öldungaráðinu með góðum fyrirvara hugmyndir og tillögur sem varða aldraða, svo sem um breytingar á gjaldskrám vegna þjónustu við aldraða og breytingar á reglum um niðurfellingar eða afslætti til eldri borgara. Þær skulu leita eftir umsögn ráðsins varðandi allt annað sem varðar hagsmuni og aðstæður eldri borgara.

 

Fundir í ráðinu skulu haldnir ekki sjaldnar en tvisvar á ári í hvoru sveitarfélagi. Hvor sveitarstjórn um sig skal halda fund með ráðinu að lágmarki einu sinni á ári.

 

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir í Mýrartungu í Reykhólasveit, annar aðalmanna Félags eldri borgara í ráðinu, er fyrrverandi formaður Landssambands eldri borgara. Hún lét af formennskunni í vor enda mátti hún ekki skv. lögum sambandsins sitja lengur samfleytt í stjórn þess.

 

Sjá hugleiðingar Jónu Valgerðar hér á vefnum:

Öldungaráð í öll sveitarfélög landsins

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31