Tenglar

26. mars 2011 |

Ólína Þorvarðardóttir: Aðrar leiðir betri en Leið B

Ýmsar leiðir sem koma til álita.
Ýmsar leiðir sem koma til álita.
„Það eru aðrar leiðir færar í þessu máli - það er hægt að leggja göng í gegnum hálsana, brúa Þorskafjörð, fara utan við annan hálsinn og í gegnum hinn. Við þurfum ekki endilega að fara í gegnum Teigsskóg og storka dómum Hæstaréttar til þess að íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum komist öruggir leiðar sinnar út úr fjórðungnum. Málið er hægt að leysa með því einu að samgönguyfirvöld líti raunhæft á aðra þá valkosti sem eru í stöðunni.“
 
Þetta segir Ólína Þorvarðardóttir, einn af þingmönnum NV-kjördæmis, meðal annars í svari við boði eða boðun á fundinn á Patreksfirði í gær, þar sem undirskriftalistar til stuðnings Leið B fyrir Vestfjarðaveg nr. 60 um Reykhólahrepp voru afhentir þingmönnum.

 

Ólína kvaðst í svari sínu ekki styðja áskorun um að þessi vegagerð „verði knúin í gegn með sérlögum“ eftir Hæstaréttardóm og þvert á vegalög. Hún sé ekki tilbúin að ganga svo langt í vinsældasókn, jafnvel ekki í sínu eigin kjördæmi.

 

„Ég tel að það sé ekki meirihluti fyrir því á Alþingi að leysa samgönguvanda Barðstrendinga með þessum hætti, - enda væri þá vandlifað og ótraust í henni veröld, ef þingmenn og stjórnvöld gætu einatt knúið fram vilja sinn með því að setja sérlög gegn almennri gildandi löggjöf sem fyrir er“, sagði Ólína Þorvarðardóttir.

 

25.03.2011  Þrír af níu þingmönnum mættu

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31