Tenglar

2. nóvember 2014 | vefstjori@reykholar.is

Ólína á Miðhúsum vann málið gegn íslenska ríkinu

Hæstiréttur kvað á fimmtudag upp dóm í máli Ólínu Kristínar Jónsdóttur, eiganda jarðarinnar Miðhúsa í Reykhólasveit, gegn íslenska ríkinu, varðandi landamerki Miðhúsa og Barma, sem eru í eigu ríkisins. Á landskikanum sem um var deilt er malarnáma og hefur Ólína talið sig eiga rétt á greiðslu fyrir malarefni sem þar er tekið enda sé það hennar eign. Niðurstaða Hæstaréttar féll Ólínu í vil: Landskikinn sem deilt var um, og þar með malarnáman, tilheyra samkvæmt dómnum Miðhúsum en ekki Börmum.

 

Ríkið var jafnframt dæmt til að greiða Ólínu eina og hálfa milljón króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.

 

Smellið á myndina til að stækka hana.

 

Dóminn má lesa hér á vef Hæstaréttar

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31