Tenglar

10. maí 2014 | vefstjori@reykholar.is

Öll sveitarstjórn Reykhólahrepps hættir

Kjörstjórnin: Steinunn Ólafía Rasmus, Áslaug B. Guttormsdóttir formaður og Guðjón Dalkvist Gunnarsson.
Kjörstjórnin: Steinunn Ólafía Rasmus, Áslaug B. Guttormsdóttir formaður og Guðjón Dalkvist Gunnarsson.

Enginn framboðslisti barst vegna sveitarstjórnarkosninganna í Reykhólahreppi 31. maí og verður því óbundin persónukosning eins og verið hefur við margar undanfarnar kosningar. Allir aðalmenn í sveitarstjórn biðjast undan endurkjöri eins og þeir eiga rétt á skv. lögum. Það eru (í stafrófsröð) Andrea Björnsdóttir, Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir, Eiríkur Kristjánsson, Gústaf Jökull Ólafsson og Sveinn Ragnarsson. Líka biðst Egill Sigurgeirsson undan kjöri í sveitarstjórn eins og hann á rétt á og gerði einnig fyrir fjórum árum. Hann var í sveitarstjórn frá 2002 til 2010 eða í átta ár samfleytt og á rétt á að biðjast undan kjöri jafnlangan tíma á eftir.

 

Frestur til að leggja fram framboðslista og jafnframt til að tilkynna að fólk sem á rétt á slíku gefi ekki kost á sér rann út núna á hádegi. Kjörstjórn Reykhólahrepps var á skrifstofu sveitarfélagsins fram til hádegis til að taka á móti framboðslistum eins og auglýst hafði verið, en enginn listi var lagður fram. Myndin var tekin um það bil sem fresturinn rann út.

 

Athugasemdir

Hjalti, laugardagur 10 ma kl: 14:33

Nú er það komið á hreint, 100% endurnýjun í sveitsstjórn. Það væri nú skemmtilegt að koma af stað einhverri umræðu hér um væntanlega arftaka, hlera það hvað fólki finnst svonatil gamans.

Einar Örn Thorlacius, laugardagur 10 ma kl: 18:56

Það verður gaman að fylgjast með þessu.

Bergsveinn G Reynisson, sunnudagur 11 ma kl: 01:19

Það er sauðburður Hjalti, maður má ekkert vera að þvi að spá í þetta fyrr en í júní.

Hjalti, sunnudagur 11 ma kl: 09:44

Fresta þessu fram í júní,,he he. Hann er nú bara tímabundin þessi sauðburður og ekkert til að fela sig á bakvið, þessu hefur sveitastjórn þurft að sinna núna í yfir eitt ár,,,uppfæra íbúaskrár hver á hvað og þess háttar en þar sem mannana börn fæðast nakin hefur oddviti í þokkabót þurft að klæða þau í ullina svo þeim verði ekki kall.

Eyvindur, sunnudagur 11 ma kl: 11:18

Athyglisvert, þá er bara að velja þá sem höfðu hæst og vissu best..... utan stjórnar.

Hjalti, sunnudagur 11 ma kl: 13:46

Er komið að aftursætisbílstjórunum? :)

Björk Stefánsdóttir, rijudagur 13 ma kl: 19:29

Er einhver sem hefur áhuga og gefur kost á sér? Maður er alveg lost, ekki það að það er fullt af hæfileikaríku fólki hér í sveit, en það er kannski ekki gaman að kjósa einhvern sem hefur engann áhuga, er alveg samála þér Hjalti þyrfti að vera meiri umræða,

Hjalti, rijudagur 13 ma kl: 21:22

Það virðast allir vera í felum þessa dagana???? Nýju fólki fylgja ný tækifæri. Ég er vanur miklum umræðum og vangaveltum í kringum kosningar,,menn og málefni,,,hvað er að gerast. Er þetta svona litla gula hænæn dæmi, allir vilja fá,, en ekkert gera? :)

Eyvindur, mivikudagur 14 ma kl: 08:14

Já sammála, það leynist fullt af hæfileikum í fólki og sumir vita ekki enn að það leynist sveitarstjórnarpúki í þeim. Legg til að kjósendur sýni frumleika í vali á stjórnarfulltrúum. Það á að vera gaman að vinna fyrir hreppinn sinn, ekki svona þegnskylda.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30