17. apríl 2013 | vefstjori@reykholar.is
Öllum 65 ára og eldri boðið í lokafagnað
Síðasta samkoma Félags eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi á þessum vetri verður í Leifsbúð í Búðardal á morgun, fimmtudag. Af því tilefni býður félagið öllum íbúum svæðisins 65 ára og eldri, sem ekki eru í félaginu en hafa áhuga á því að kynnast starfi þess, að koma á samkomuna, sem hefst kl. 13.30 og stendur til kl. 16.
Ýmislegt verður til skemmtunar og gott með kaffinu.
Því má bæta við, að félagið verður með dagskrá á Jörfagleði og kaffisölu til fjáröflunar.
Sjá einnig:
► 23.03.2013 Félagslífið hjá eldri borgurum stöðugt fjölbreyttara