Tenglar

29. júlí 2013 | vefstjori@reykholar.is

Öllum boðið að eiga góða stund við Barmahlíð

Þessar myndir voru teknar í sól og sumaryl við Barmahlíð fyrir tveimur árum.
Þessar myndir voru teknar í sól og sumaryl við Barmahlíð fyrir tveimur árum.
1 af 2

Vinafélag Barmahlíðar býður ungum sem öldnum að koma saman við suðurendann á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum kl. 14.30 á morgun, þriðjudag. Ætlunin er að njóta góða veðursins í sameiningu, fá sér hressingu, fara í leiki og taka lagið. Allir eru velkomnir og ekki síst eru börn hvött til að koma og foreldrar hvattir til að hafa börnin með.

 

Myndirnar sem hér fylgja voru teknar á þessum sama stað fyrir tveimur árum eða snemma í ágúst þegar æskan og ellin og allt þar á milli kom saman í veðurblíðunni.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31