Tenglar

15. desember 2012 |

Önnur Hjólabókin komin út

Í fyrstu Hjólabókinni sem kom út fyrir ári hjá Vestfirska forlaginu var fjallað um Vestfjarðakjálkann allt frá Gilsfirði og taldist tímamótaverk. Núna er komin út hliðstæð bók um Vesturland og þegar er hafin vinna við slíkar bækur um aðra landshluta. Þetta eru leiðarvísar sem henta öllum sem ferðast um landið, ekki aðeins þeim sem ferðast á reiðhjóli heldur líka þeim sem eru akandi, ríðandi eða gangandi. Fróðleiksmolar um land og þjóð fylgja hverjum kafla ásamt fjölda ljósmynda.

 

Höfundur bókarinnar, myndlistarmaðurinn og útivistarmaðurinn Ómar Smári Kristinsson á Ísafirði, segir:

 

„Það er hollt og skemmtilegt að hjóla. Ísland er yndislegt til að ferðast um á reiðhjóli. Hér er lýst 20 hjólreiðaleiðum á Vesturlandi, sem eiga það sameiginlegt að þær liggja í hring og að hægt er að loka hringnum á einum degi. Nauðsynlegar upplýsingar um hverja leið eru sýndar með auðskildum litaskala, sem útskýrir hve brattinn er mikill.“

 

Sjá einnig:

21.12.2011 Dagleiðir í hring á hjóli á Vestfjarðakjálkanum

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31