Tenglar

4. janúar 2014 | vefstjori@reykholar.is

Önnur Svandís og annar Einar í Fremri-Gufudal

Jóhann Freyr og Hafrós Huld, Vilmar Hugi og Svandís Björg.
Jóhann Freyr og Hafrós Huld, Vilmar Hugi og Svandís Björg.
1 af 3

Tvö börn, systrabörn, fæddust í hóp fólksins í Fremri-Gufudal á nýliðnu ári og nú eru þar tvær Svandísir og tveir Einarar. Afi og amma barnanna ungu eru Svandís Berglind Reynisdóttir frá Gufudal og Einar Hafliðason frá Hafrafelli, eldri búendurnir í Fremri-Gufudal. Einar Valur Styrmisson fæddist 10. júní eins og hér hefur verið greint frá, en foreldrar hans eru Jóhanna Ösp Einarsdóttir og Styrmir Sæmundsson í Kaplaskjóli í Fremri-Gufudal. Svandís Björg Jóhannsdóttir fæddist síðan 21. nóvember, en foreldrar hennar eru Hafrós Huld Einarsdóttir (systir Jóhönnu) og Jóhann Freyr Guðmundsson í Fremri-Gufudal.

 

Svandís Björg fæddist á sjúkrahúsinu á Akranesi eins og svo mörg börn í héraðinu í seinni tíð og reyndist vera 3.190 grömm og 51 cm. Hún á hálfbróðurinn Vilmar Huga Jóhannsson sem er bráðum níu ára. Hann á heima í Reykjavík en reynir að vera í sveitinni eins mikið og hann getur.

 

Svandís Björg litla er enn eitt barnið ættað frá Hafrafelli í Reykhólasveit sem bættist í hóp íbúa Reykhólahrepps á árinu nýliðna. Sjá hér, hér, hér og hér.

 

Oddviti Reykhólahrepps hefur sumsé haft nóg á prjónunum anno Domini 2013.

 

Átta börn á einu ári

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31