Tenglar

2. apríl 2011 |

„Önnur sýn“ - lífsstílsátak í Reykhólahreppi

Allir eru velkomnir á fund í matsal Reykhólaskóla á mánudagskvöld kl. 20 þar sem lagðar verða línur í átaki um breyttan lífsstíl hjá fólki í Reykhólahreppi og kannski víðar. „Mér datt í hug að spyrja Atla Georg framkvæmdastjóra Þörungaverksmiðjunnar hvort fyrirtækið vildi taka þátt í svona átaki og jafnvel að gefa hvatningarverðlaun fyrir besta árangurinn. Hann tók mjög vel í það“, segir Sólveig Sigríður Magnúsdóttir á Reykhólum. „Björk Stefánsdóttir slóst í hópinn og við ræddum þetta fram og til baka og ákváðum að byrja strax á mánudagskvöldið. Atli kom með nafn á væntanlegan lífsstílshóp og verður hann kallaður Önnur sýn.“

 

Að sögn Sólveigar hafa nokkur fyrirtæki í sveitarfélaginu tekið vel í þátttöku. „Látum blómin brosa með okkur í sumar. Við hjá hvatningarsamtökunum Önnur sýn hlökkum til að sjá ykkur hress og kát.“

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30