Önnur veltan hjá Helga á innan við viku
Önnur flutningabifreið frá vöruflutningafyrirtækinu Nönnu ehf. á Patreksfirði stórskemmdist á Mikladal í gær. Bíllinn var fulllestaður af fiski. Gríðarleg hálka var á veginum, að sögn Helga Auðunssonar, eiganda Nönnu. Bíllinn var á leið niður brekku þegar tengivagninn rann til og valt en bíllinn sjálfur stóð á veginum stórskemmdur eftir átökin þegar vagninn reif sig lausan og valt. Á föstudag fyrir tæpri viku valt bíll frá Nönnu á Hjallahálsi í Gufudalssveit.
„Ég hreinlega veit ekki hvort það er hægt að standa í þessum rekstri meðan vegirnir eru svona. Sem betur fer hafa mennirnir sloppið en maður óttast að við verðum ekki alltaf svo heppnir. En ég veit ekki hvernig ég stend núna og hvernig úrvinnslan hjá tryggingunum verður en þetta er gríðarlegt tjón fyrir mig,“ segir Helgi Auðunsson.
Sjá einnig:
► 01.03.2014 Flutningabíll á hliðinni á Hjallahálsi
► 04.03.2014 Bíllinn réttur við og farminum bjargað
► 04.03.2014 Verðmætabjörgun á Hjallahálsi
► 05.03.2014 Fimmta bílveltan á tuttugu árum
maria, fstudagur 06 nvember kl: 15:53
Ja hérna, það er eins gott að kaupa nokkra hjálparkalla af þessu tilefni. - En ekki kemur mér á óvart að eitthvað fari úrskeiðis hérna á hálsunum vestur af Reykhólum. ..