Tenglar

16. september 2008 |

Ónýtar og skaðlegar sauðfjárveikivarnagirðingar

Sauðfjárveikivarnagirðingar á Vestfjörðum granda fé í stað þess að halda því á sínum stað, segja bændur í Reykhólahreppi. Þeir segja hvorki fjárveitingar í nýjar girðingar né til að hreinsa burt þær sem ónýtar eru. Sauðfjárveikivarnagirðingin yfir Þorskafjarðarheiði milli Reykhólahrepps og Strandabyggðar er ónýt, að mati Einars Hafliðasonar sauðfjárbónda í Fremri-Gufudal. Einnig segir hann varnargirðingu frá Kollafirði yfir í Ísafjarðardjúp vera gagnslausa í núverandi ástandi.

 

Lögum samkvæmt skal farga sauðfé sem fer milli varnarhólfa.

 

Einar segir ekki nóg með að sauðfé fari á milli hólfa, og sé þá fargað, heldur sé það sýnu verra að féð drepi sig á ónýtum girðingum. Hann segist hafa fengið þau svör frá Matvælastofnun, sem hefur þennan málaflokk á sinni könnu, að ekki væru til peningar í viðhald girðinganna og ekki heldur til að hreinsa upp ónýtar girðingar.


(Svæðisútvarp Vestfjarða).
  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Apr�l 2025 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30