Opið bréf til íbúa Reykhólahrepps.
Blótið er eftir viku!!
Hvernig væri að taka fram dansskóna, dusta rykið af góða skapinu, gleyma öllum nágrannaerjum og vera með skemmtilegu fólki laugardaginn 25. janúar. Þá verður íþróttahús Reykhólahrepps opnað kl. 19:30 stundvíslega fyrir íbúa Reykhólahrepps og aðra velunnara.
Það kostar aðeins 7000 krónur í forsölu, fimmtudaginn 23. janúar frá kl. 17 – 19, en ef þú missir af forsölunni þá bætast bara 500 krónur við forsöluverðið.
Ljónin okkar munu tryggja að allir verða mettir í maga. Til þess að liðka fæturnar ætla hljómsveitin Sue að sjá til þess að við fáum viðeigandi hreyfingu.
Við í nefndinni tökum á móti ykkur á þjóðlegan hátt og hlökkum til þess að eiga notalega kvöldstund með ykkur öllum.
Hægt er að panta miða hjá
- Eggert „þörungi“ Ólafsyni í síma: 848 4823, eða eggiskeggi@gmail.com
- Sóley „maka krúttsins“ í síma: 775 3075, eða huldrun97@gmail.com
Kveðja Þorrablótsnefndin