Tenglar

23. apríl 2019 | Sveinn Ragnarsson

Opið bréf til sveitarstjórnar Reykhólahrepps

Guðjón Dalkvist Gunnarsson
Guðjón Dalkvist Gunnarsson

Reykhólum 22. apríl 2019

 

 Opið bréf til sveitarstjórnar Reykhólahrepps.

 

Háttvirta sveitarstjórn.


Við lestur fundargerðar sveitarstjórnar frá 9. þ.m. vakna ýmsar áleitnar spurningar, sem mér finnst að þið skuldið íbúum hreppsins svör við, varðandi húsbyggingu við Hólatröð:

Fallið var frá alútboði til að semja við tiltekið fyrirtæki án tilgreindar ástæðu.  Hvaða sérstöðu hefur þetta fyrirtæki, að ekki sé rætt við fleiri?


 Nú vita flestir að hagkvæmast er fyrir hreppinn að byggja húsin á staðnum og af heimamönnum. Hvers vegna er ekki gefinn kostur á því?


Hvers vegna er rokið í að byggja núna, þegar til sölu eru hús í þorpinu og líkur á að þau verði fleiri fljótlega? Einnig eru einstaklingar að fara að byggja sjálfir.

Hverjir eiga að búa í þessum húsum?

 

Læt þetta duga að sinni. Svör óskast birt á Reykhólavefnum.

Til útskýringar vil ég benda á hvílíkt hagræði það er og sparnaður að hafa húsasmíðameistara í hreppnum og það er okkar mál að reyna að halda í hann, frekar en að svelta hann burt.

 

Virðingarfyllst,


Guðjón D. Gunnarsson

  

Athugasemdir

Sævar Ingi, rijudagur 23 aprl kl: 17:34

Ég og fleiri iðnaðarmenn í sveitafélaginu erum búnir að vera að bíða eftir útboðsgögnum vegna þessara húsbygginga síðan í haust. Ég var búinn að gera sveitasrjórn grein fyrir að ég hefði áhuga á að bjóða í þessar framkvæmdir en svo er þessi leið farinn án þess að einusinni ræða þessi mál við okkur. Mér finnst þettað mjög undarleg vinnubrögð. Kveðja Sævar

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31