Tenglar

27. ágúst 2015 |

Opið bréf til sveitarstjórnar og fleiri varðandi Flatey

Erla Þórdís Reynisdóttir í Mýrartungu.
Erla Þórdís Reynisdóttir í Mýrartungu.

Fyrir mörgum árum [1987] sameinuðust fimm hreppar í Austur-Barðastrandarsýslu í eitt sveitarfélag, sem hlaut í kosningu nafnið Reykhólahreppur. Þetta var gert í kosningu og meirihlutinn ræður í kosningum, en sjaldnast eru allir á einu máli og þess vegna ræður meirihlutinn. Síðan þá erum við íbúar hreppsins samfélag. Í samfélagi eru allir jafnir og sömu skyldur hvíla á okkur öllum og enginn er baggi á öðrum.

 

Þannig hefst opið bréf sem Erla Þórdís Reynisdóttir frá Fremri-Gufudal í Gufudalshreppi, núverandi Reykhólahreppi, bóndi í Mýrartungu í Reykhólasveit, sendi Reykhólavefnum til birtingar. Yfirskriftin hjá henni er Vinsamlegt erindi og ávarpið er Kæru Austur-Barðstrendingar.

 

Síðan segir Erla í bréfi sínu:

 

Hér mætti margt betur fara eins og gengur. Allir ættu að hafa færa afleggjara heim til sín á ársgrundvelli, enginn ætti að þurfa að sækja póstinn sinn átta kílómetra þegar aðrir fá hann inn um lúgu, allir ættu að hafa nægt vatn í krönum. Þetta eru bara sanngirnismál í samfélagi, ekki satt?

 

Tölum um Flatey. Hún er í Austur-Barðastrandarsýslu, sem og aðrar eyjar í gamla Flateyjarhreppi, og verður það vonandi um ókomna tíð. Flatey er náttúruperla og henni höfum við ekki sinnt nægilega vel. Þar þarf að bora eftir vatni, ef upp kæmi heitt, þá má bara halda áfram að flytja það kalda frá Stykkishólmi, en vatn væri æðislegt.

 

Eyjabúar hafa alla tíð verið mikið dugnaðarfólk og eru það enn, þau kunna og þora að bjarga sér og við ættum að vera stolt af því að rétta hjálparhönd við að halda byggð í þessu litla eyjasamfélagi okkar. Löndunarkranar og bryggjustúfar ættu að vera sjálfsagður hlutur úti í ey sem alla sína aðdrætti hefur af sjó. Gerum allt sem í okkar valdi stendur til að létta íbúum hreppsins lífið, stöndum saman, verum samfélag, höfum það gott saman.

 

– Kær kveðja, Erla Þórdís Reynisdóttir.

 

P.s. til sveitarstjórnar [niðurlagið í bréfi Erlu]:

  • Eru íbúar Flateyjar virkilega það óánægðir í Reykhólahreppi að þeir vilji burt?
  • Hver er þá ástæðan?
  • Höfum við ekki meiri hagnað en kostnað af eyjabyggðinni?
  • Upplýsið okkur áður en upphrópanir á Fésbók ganga úr hófi. Takk.

 

Sjá einnig m.a.:

Vilja að Flatey fari undir Stykkishólm (24. ágúst 2015)

 

Athugasemdir

Tryggvi Gunnarsson, fstudagur 28 gst kl: 00:23

Vegna bréfs Erlu Þórdísar varðandi Flatey.

Áður en hrepparnir í A-barð sameinuðust lagði ég til að eyjabyggðin sameinaðist Barðaströndinni.

Vegna hvers?

Jú.

Þá var verið að berjast fyrir okkar sameigilega hagsmunamáli, nýjum Baldri.
Yfir þessari skoðun minni var fussað og sveiað, sér í lagi af gæfumanninum Jóhannesi í Skáleyjum sem var aðal hvatamaður af sameiningarþráhyggjunni sem svo varð.

Tel enn að betra hefði verið fyrir eyjarnar að sameinast uppá strönd enda var samgangur þar á milli og er enn.

Síðan ég man eftir mér hefur Baldur flutt póst, nauðsinjavöru og ferðamenn til Flateyjar á leið sinni yfir fjörðinn nær daglega.
Veit ekki hvað Baldur(ferjan) hefur haldið uppi mörgum störfum Í Stykkishólmi en þau eru nokkur og það er ekkert að breitast.

Þetta heita tengsl(samgangur) sem mun haldast.

Ástæða þess að íbúar gamla Flateyjarhrepps vilja nú að eyjarnar tilheyri Stykkishólmi eru þessi tengsl(samgangur)

Þetta er bara ekkert flóknara en það.

Tryggvi Gunnarsson
tryggvi@flatey.is

Svanhildur Jónsdóttir, fstudagur 28 gst kl: 16:08

Tek undir bréf Tryggva... Það skiptir nefnilega máli að tilheyra einhverstaðar,- ætti ekki að vera flókið að skilja það.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31