Tenglar

13. ágúst 2014 | vefstjori@reykholar.is

Opið bridgemót á Reykhólum

Opna Hólakaupsmótið í bridge verður haldið laugardaginn 30. ágúst í íþróttahúsinu á Reykhólum og hefst klukkan 12. Spilaður verður tvímenningur. Brauð og snarl verður í boði fyrir mót og svo kröftug kjötsúpa að hætti kaupmannsins í hálfleik. Kaffisopi allan daginn. Keppnisstjóri verður Þórður Ingólfsson sem kemur með borðtölvur og forgefin spil.

 

Þátttökugjald er 3.000 kr. Allt innifalið. Kvenfélagið Katla fær gjaldið óskipt. Enginn posi, bara seðlar.

 

Gott væri að heyra í áhugasömum með skráningu, 863 2341 ( Eyvindur).

 

Athugasemdir

Guðbrandur Björnsson, fimmtudagur 14 gst kl: 01:32

Takk fyrir,of snemmt fyrir mig að skrá þátttöku,en mæti samt.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jn 2024 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30