23. ágúst 2015 |
Opið bridsmót og kjötsúpa í hálfleik
Opna WIP-mótið í tvímenningi verður haldið í íþróttahúsinu á Reykhólum á laugardag, 29. ágúst, og hefst kl.12. Keppnisstjóri verður Þórður Ingólfsson. Létt snarl verður fyrir mót og kraftmikil kjötsúpa í hálfleik. Keppnisgjald er 2500 krónur og allt innifalið. Enginn posi. Kvenfélagið Katla nýtur ágóðans í ár eins og í fyrra.
Skráning hjá Eyva, eyvimagn@simnet.is, eða í síma 863 2341.
„Í fyrra skemmtum við okkur frábærlega og ekki er von á minni stemmningu í ár,“ segir Eyvindur Svanur Magnússon (Eyvi), bridsfrömuður á Reykhólum um árabil.