Tenglar

25. október 2018 | Sveinn Ragnarsson

Opið fyrir umsóknir í ýmsa sjóði

mynd MM
mynd MM

Nú er viða opið fyrir umsóknir um alls kyns styrki þessa dagana. Algengt er að aðgangur krefjist þess að fólk eigi ÍSLYKIL sem er aðgangsorð að vefnum  www.island.is . Íslykill er bundinn kennitölu einstaklinga og fyrirtækja. Byrjið þar til að sækja um aðgang og fylgið leiðbeiningum. 

Umsóknarfrestur um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða er til kl. 13 mánudaginn 29. október 2018.

https://www.ferdamalastofa.is/is/umhverfis-og-gaedi/framkvaemdasjodur-ferdamannastada 

Hlutverk Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða er að veita styrki til uppbyggingar, viðhalds og vernd­unar ferðamannastaða sem eru í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila um land allt og til aðgerða sem stuðla að öryggi ferðamanna og verndun náttúru landsins. Einnig er sjóðnum ætlað að fjölga viðkomustöðum ferðafólks til að draga úr álagi á fjölsótta ferðamannastaði.

 

Umsóknafrestur í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða er til 10. Nóvember

http://vestfirdir.is/uppbyggingarsjodur/ 

Hlutverk sjóðsins er að styðja atvinnusköpun og menningu á Vestfjörðum í samræmi við sóknaráætlun Vestfjarða. Einkum verður horft til samvinnu yfir hreppamörk og verkefni sem laða að ungt fólk.

 AVS stendur fyrir aukið verðmæti sjávarfangs.    Umsóknarfrestur  AVS er til 1. Desember          

 http://www.avs.is/  

AVS rannsóknasjóður veitir styrki til rannsókna- og þróunarverkefna, sem auka verðmæti sjávarfangs. Skammstöfunin AVS er einmitt til kominn af orðunum "Aukið Verðmæti Sjávarfangs" Styrkir eru veittir til verkefna sem taka á öllum þáttum sjávarútvegs og fiskeldis.

Styrkir AVS rannsóknasjóðs eru til hagnýtra rannsókna og ætlaðir einstaklingum, fyrirtækjum, rannsókna-, þróunar- og háskólastofnunum. 

 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31