Tenglar

9. nóvember 2012 |

Opið hús: Piparkökur og ljóð

Ljóðakvöld eru orðin hefðbundinn og vinsæll þáttur á Opnu húsi Barðstrendingafélagsins í Reykjavík í nóvember. Fólk er hvatt til að koma með eftirlætisljóðin sín (eða eitthvað annað áhugavert) og flytja fyrir aðra gesti. Eins eru alltaf einhverjir á staðnum sem eru tilbúnir að lesa upp fyrir aðra, ef þess er frekar óskað.

 

Að þessu sinni verður ljóðakvöldið á mánudagskvöld, 12. nóvember, og hefst kl. 20. Staðurinn er Konnakot, miðstöð Barðstrendingafélagsins, Hverfisgötu 105, 2. hæð.

 

„Þetta hafa ávallt verið skemmtileg kvöld og kvæðin allavega. Þau mega vera eftir „fræga“, vini eða ættingja eða frumsamin,“ segir Ólína Kristín Jónsdóttir frá Mýrartungu á Facebook-síðu félagsins.

 

Aðgangur er ókeypis. Boðið verður upp á heitt kakó og piparkökur.

 

Vegna ruglings sem stundum verður hjá ókunnugum skal áréttað, að Barðstrendingafélagið (stofnað 1944) og Breiðfirðingafélagið (stofnað 1938) eru sitt hvort félagið.

 

Barðstrendingafélagið í Reykjavík

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Janar 2025 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31