4. mars 2010 |
Opið hús hjá Félagi eldri borgara í mars og apríl
Félag eldri borgara í Reykhólahreppi og Dalabyggð hefur gert lista yfir opið hús hjá félaginu í mars og apríl, með fyrirvara þó um breytingar. Opið hús er á fimmtudögum kl. 13.30 í húsnæði Rauða krossins við Vesturbraut í Búðardal. Kaffi og meðlæti kostar 200 krónur. Opið hús verður sem hér segir:
11. mars: Bingó og kaffi, spjaldið 500 krónur.
18. mars: Heimsókn á Silfurtún.
25. mars: Félagsvist, kaffi.
8. apríl: Vefaradans eða bingó, kaffi.
15. apríl: Spurningaleikur, skollaleikur, kaffi.
29. apríl kl. 15 í Dalabúð: Lokahátíð, e.t.v. hagyrðingar, kaffi.
Allir eldri borgarar eru velkomnir.