Tenglar

20. apríl 2016 |

Opið hús í Konnakoti

Opið hús verður í Konnakoti frá kl. 20 í kvöld, miðvikudagskvöldið fyrir sumardaginn fyrsta. Tilvalið að mæta og hitta gamla sveitunga. Kaffi á könnunni en aðrar veigar þarf fólk að koma með sjálft. Líklegast kippa einhverjir með sér kippu til að skála fyrir aðsteðjandi sumri.

 

Það verða einhver spil á staðnum og frábært væri ef einhver kippti gítarnum sínum með. Að öðru leyti spjallar fólk bara og á skemmtilega stund saman.

 

Konnakot, félagsmiðstöð Barðstrendingafélagsins, er að Hverfisgötu 105 í Reykjavík, annarri hæð (næsta hús vestan við lögreglustöðina, handan við Snorrabrautina).

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31