Opið í Ólafsdal árið um kring eftir fáein ár?
Fram til 14. ágúst verður opið í Ólafsdal við Gilsfjörð alla daga kl. 12-17. Staðarhaldarar eru eins og í fyrra Elfa Stefánsdóttir (821 9931) og Haraldur Baldursson. Kaffi, vöfflur, Erpsstaðaís og fleira í boði. Sett var niður í garðinn í byrjun júní og sumt af grænmetinu tilbúið, þar sem tíðin hefur verið afar hagstæð.
Laugardaginn 23. júlí opnar Guðrún Tryggvadóttir myndlistarsýningu í Ólafsdalshúsinu sem hún nefnir Dalablóð og verður hún opin til sumarloka á staðnum.
Ólafsdalshátíðin verður að þessu sinni laugardaginn 6. ágúst.
Í pósti frá Rögnvaldi Ólafssyni formanni Ólafsdalsfélagsins segir:
Mikil uppbygging húsa er framundan í Ólafsdal á vegum Minjaverndar, sem mun hefjast með haustinu og fara í fullan gang á næsta ári (endurreisti Franska spítalann á Fáskrúðsfirði, hótelið í Flatey o.fl.) Er stefnt að því að endureisa flestöll þau hús sem stóðu í Ólafsdal um 1900 og er áætlaður kostnaður um 400 milljónir kr á næstu 3-4 árum. Áætlað er að framkvæmdum verði lokið 2019-2020. Lögð er áhersla á að samfara uppbyggingunni verði vegurinn inn að Ólafsdal lagfærður þannig að þar geti verið heilsársopnun.
Ólafsdalsfélagið mun áfram reka húsið í Ólafsdal a.m.k. þetta sumar og það næsta, koma að sýningahaldi og fræðslu, ræktun grænmetis, Ólafsdalshátíðum o.fl. í góðu samstarfi við Minjavernd. Með þessari miklu fjárfestingu í endurreisn staðarsins er ljóst að Ólafsdalur mun innan fárra ára verða einn fjölsóttasti ferðamannastaður í Dölum og við Breiðafjörð.
Ríkið og Minjavernd styðja uppbygginguna í Ólafsdal
(Reykhólavefurinn 19. ágúst 2015)
María Játvarðardóttir á Ólafsdalshátíð 2015: Taktu möppuna þarna næst til vinstri
(Reykhólavefurinn 12. ágúst 2015)
Rögnvaldur Guðmundsson á Ólafsdalshátíð 2015: Meðan feitu fé vér smölum
(Reykhólavefurinn 12. ágúst 2015)
Ólafsdalshátíð 2015, fjöldi mynda
(Reykhólavefurinn 11. ágúst 2015)