Tenglar

17. október 2013 | vefstjori@reykholar.is

Opið málþing Samtaka um söguferðaþjónustu

Samtök um söguferðaþjónustu efna til félagsfundar og opins málþings að Vogi á Fellsströnd í Dalabyggð á föstudag og laugardag. Formaður samtakanna, Rögnvaldur Guðmundsson, hvetur fólk sem áhuga hefur á sögutengdri ferðaþjónustu til koma um kl. ellefu á laugardag og sitja fyrst fund um þróunar- og nýsköpunartækifæri í söguferðaþjónustu í Dölum og við Breiðafjörð og síðan að loknum hádegisverði málþing um eflingu slíkrar ferðaþjónustu.

 

Sjá hér dagskrá félagsfundarins og málþingsins (pdf)

 

 

SAMTÖK UM SÖGUFERÐAÞJÓNUSTU

  • Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006 á Þingeyrum í Húnaþingi. Markmið þeirra er að efla sögutengda ferðaþjónustu á Íslandi og vera samráðsvettvangur þeirra er stunda slíka ferðaþjónustu. Samtökin leggja mesta áherslu á arfleifð íslenskra miðaldabókmennta, fyrstu aldir Íslandsbyggðar og miðaldamenningu.
  • Samtökin hafa vaxið jafnt og þétt og eru nú í þeim alls um 80 félagar alls staðar á landinu. Flestir eru fulltrúar sögustaða, sýninga eða safna sem m.a. leggja áherslu á að kynna sögu Íslands frá landnámi til siðskipta eða fram til 1550. Aðrir eru með aukaaðild og má þar nefna sérfræðinga á sviði sögu, fornleifafræði og þjóðfræða, ferðaskrifstofur, menntastofnanir á sviði ferðamála o.fl.
  • Samtökin um söguferðaþjónustu gefa út kynningarbæklinga á íslensku, ensku, þýsku og norsku og halda jafnframt úti heimasíðu á fimm tungumálum. Sjá www.sagatrail.is eða www.soguslodir.is.
  • Formaður SSF er Dalamaðurinn Rögnvaldur Guðmundsson ferðamálafræðingur, sem jafnframt er formaður Ólafsdalsfélagsins í Gilsfirði. Reykhólahreppur er meðal þeirra sem standa að Ólafsdalsfélaginu og er einn af stofnendum þess.

 

Vogur er utarlega á Fellsströnd og líklega þekktastur fyrir þingmanninn Bjarna frá Vogi, sem kenndi sig við jörðina. Þar hefur á síðustu misserum verið byggð upp myndarleg ferðaþjónusta og opnað hótel núna í vor - sjá hér frétt (visir.is / Stöð 2) 11. maí 2013.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31