Tenglar

21. febrúar 2013 | vefstjori@reykholar.is

Opinn fundur um framhaldsdeild á Ströndum

Í dag eru unglingar úr Reykhólaskóla á vinnufundi á Hólmavík vegna stofnunar framhaldsskóladeildar í Strandabyggð á komandi hausti. Kynningarfundur um deildina verður síðan haldinn í Félagsheimilinu á Hólmavík kl. 18 í kvöld, fimmtudag. Hann er opinn öllum íbúum Strandabyggðar og fólk úr Reykhólahreppi og öðrum grannhéruðum er einnig velkomið.

 

Á fundinum mun Þorkell Þorsteinsson, aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki (FNV), fara ítarlega yfir starfsemi deildarinnar og Rakel Runólfsdóttir, umsjónarmaður dreifnáms FNV á Hvammstanga, mun kynna hvernig til hefur tekist með uppbygginguna þar.

 

Guðrún Helga Magnúsdóttir og Ragnar Bragi Ægisson, framhaldsskólanemar á Hvammstanga, segja frá því hvernig er að vera nemandi í dreifnámi og Andrea Kristín Jónsdóttir, sveitarstjóri Strandabyggðar, greinir frá undirbúningi heima í héraði. Auk kynninganna verður tekið við fyrirspurnum úr sal.

 

Tengdar fréttir á vef Reykhólahrepps:

06.12.2012 Líkur á stofnun framhaldsskóladeildar á Hólmavík

24.04.2012 Sveitarstjórnir hittust og ræddu sameiginleg mál

16.02.2012 Framhaldsdeild stofnuð á Hólmavík annað haust?

07.09.2011 Fjórðungsþing vill framhaldsskóladeild á Hólmavík

 

 Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31