10. maí 2010 |
Opinn fundur um samgöngumál
Opinn fundur um samgöngumál verður haldinn í Félagsheimilinu á Patreksfirði kl. 20 annað kvöld, þriðjudag. Samgönguráðherra, vegamálastjóri og fulltrúar Vegagerðarinnar mæta á fundinn. Fundarefni er sú staða sem upp er komin og varðar uppbyggingu Vestfjarðavegar 60 í Gufudalssveit í Reykhólahreppi. Kynnt verður lögfræðiálit á dómi Hæstarréttar og greinargerð um stöðu mála, sem Vegagerðin hefur látið vinna.
Fólk er hvatt til að mæta og taka þátt í umræðum um samgöngur og fá svör við spurningum sem brenna á öllum vestra. Þingmenn Norðvesturkjördæmis, sveitarstjórnir á Vestfjörðum og Fjórðungssamband Vestfirðinga hafa einnig fengið boð á fundinn.