20. janúar 2012 |
Opinn fundur vegna skipulags á Þórisstöðum
Íbúafundur til kynningar á skipulagi fyrir frístundabyggð í landi jarðarinnar Þórisstaða í Þorskafirði verður haldinn á skrifstofu Reykhólahrepps mánudaginn 30. janúar milli kl. 12 og 16. Þar munu sveitarstjóri og skipulagsfulltrúi kynna lýsingu á breytingum á aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018 og jafnframt lýsingu á nýju deiliskipulagi í landi Þórisstaða. Breytingin felst í því að skilgreina þrjú svæði fyrir frístundabyggð þar sem fyrirhuguð uppbygging gerir ráð fyrir 10-15 nýjum lóðum í landi Þórisstaða.
Lýsingu á þessum skipulagsverkefnum má finna hér (aðalskipulag) og hér (deiliskipulag) og jafnframt undir Stjórnsýsla > Skipulag Reykhólahrepps í valmyndinni hér vinstra megin.