Tenglar

20. janúar 2012 |

Opinn fundur vegna skipulags á Þórisstöðum

Þórisstaðir eru vestan Þorskafjarðar rétt þar sem farið er upp á Hjallaháls.
Þórisstaðir eru vestan Þorskafjarðar rétt þar sem farið er upp á Hjallaháls.

Íbúafundur til kynningar á skipulagi fyrir frístundabyggð í landi jarðarinnar Þórisstaða í Þorskafirði verður haldinn á skrifstofu Reykhólahrepps mánudaginn 30. janúar milli kl. 12 og 16. Þar munu sveitarstjóri og skipulagsfulltrúi kynna lýsingu á breytingum á aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018 og jafnframt lýsingu á nýju deiliskipulagi í landi Þórisstaða. Breytingin felst í því að skilgreina þrjú svæði fyrir frístundabyggð þar sem fyrirhuguð uppbygging gerir ráð fyrir 10-15 nýjum lóðum í landi Þórisstaða.

 

Lýsingu á þessum skipulagsverkefnum má finna hér (aðalskipulag) og hér (deiliskipulag) og jafnframt undir Stjórnsýsla > Skipulag Reykhólahrepps í valmyndinni hér vinstra megin.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30