Opna húsið á Reykhólum: Á annað hundrað gestir
„Svo þarf að fylgjast með Facebooksíðunni Visit Reykholahreppur og auðvitað vef Reykhólahrepps til að sjá hvað verður skemmtilegt um að vera í sumar. Stefnt er að því að fá hesta í heimsókn, fara í ratleiki og hvað eina. Allar hugmyndir um viðburði eru vel þegnar í netfangið info@reykholar.is.“
Jafnframt skal minnt á, að opið er fyrir skráningu í gönguferðirnar undir samheitinu Gengið um sveit fyrir og um Jónsmessuna í sama netfangi og í síma 894 1011.
Meðfylgjandi myndir frá opna húsinu í gærkvöldi tók Harpa Eiríksdóttir. Smellið á þær til að stækka. Margar fleiri frá sama tækifæri er að finna undir Ljósmyndir > Myndasyrpur > Sýning - Opið hús 03.06.11 í valmyndinni hér vinstra megin.
Sjá einnig:
01.06.2011 Opið hús og léttar veitingar á nýju sýningunni
30.04.2011 Útivistarhelgin um Jónsmessu að mestu frágengin (Gengið um sveit)
06.03.2011 Komandi sumar: Löng útivistarhelgi, hestahelgi ...