9. júní 2020 | Sveinn Ragnarsson
Opnað hjá ÖSSU í dag
Handverksmarkaðurinn í Króksfjarðarnesi er opnaður í dag. Þetta er um mánuði seinna en undanfarin ár, vegna Covid eins og svo víða. Fyrir vikið gafst tóm til viðhalds og endurbóta á húsnæðinu.
Vöruúrval á markaðnum hefur líklega aldrei verið meira; skjólföt úr ull, nytjahlutir, skrautmunir, myndlist, gærur, skartgripir og sitthvað fleira.
Ennfremur er þarna Arnarsetrið til húsa, upplýsingamiðstöð og kaffiveitingar.
Markaðurinn er opinn alla daga milli kl. 10 og 18.