Tenglar

28. apríl 2015 |

Opnað í Hótel Bjarkalundi

Hótel Bjarkalundur við Berufjarðarvatn, bráðum sjötugt hótel í Reykhólasveit.
Hótel Bjarkalundur við Berufjarðarvatn, bráðum sjötugt hótel í Reykhólasveit.

Formlega verður opnað í Hótel Bjarkalundi í Reykhólasveit núna á föstudaginn, 1. maí, þó að fólk sé komið þar til vinnu nú þegar. Kominn er til starfa nýr rekstrarstjóri, Logi Arnar Guðjónsson, en eigendur Bjarkalundar eru Árni Sigurpálsson og Inga Mikaelsdóttir kona hans, sem þar hafa verið í fjölda ára og verða áfram í sumar. Logi kemur að sunnan og væntanlega fáum kunnugur í héraðinu. Hann vonast til að sem flestir sveitungar kíki í kaffi eða eitthvað fleira þegar opnað verður eða þá um helgina og heilsi upp á hann og annað starfsfólk í Bjarkalundi.

 

Tilhögun öll í Bjarkalundi verður með sama hætti og verið hefur síðustu ár og fólk ætti að þekkja. Að sögn Árna Sigurpálssonar má samt búast við einhverjum nýmælum þegar líður á sumarið.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30