30. mars 2011 |
Opnast milli svæða á Vestfjörðum í dag
Mokstur stendur yfir á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði. „Við vonumst eftir að báðar heiðarnar verði færar síðdegis í dag“, segir Geir Sigurðsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði. Þar með verður leiðin milli norðursvæðis og suðursvæðis Vestfjarða opin í fyrsta skipti á þessu ári, nokkru fyrr en venjulega. Góð veðurspá átti þátt í því að ákveðið var að ráðast í moksturinn núna.
Vegirnir koma nokkuð vel undan vetri. Geir segir að mikið svell sé á leiðinni yfir Hrafnseyrarheiði sem þurfi að brjóta. Snjór er ekki mikill en skaflar mjög þéttir vegna rigningatíðar í vetur og seinlegt að fást við þá.