Tenglar

30. mars 2011 |

Opnast milli svæða á Vestfjörðum í dag

Frá leiðinni um Dynjandisheiði.
Frá leiðinni um Dynjandisheiði.
Mokstur stendur yfir á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði. „Við vonumst eftir að báðar heiðarnar verði færar síðdegis í dag“, segir Geir Sigurðsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði. Þar með verður leiðin milli norðursvæðis og suðursvæðis Vestfjarða opin í fyrsta skipti á þessu ári, nokkru fyrr en venjulega. Góð veðurspá átti þátt í því að ákveðið var að ráðast í moksturinn núna.

 

Vegirnir koma nokkuð vel undan vetri. Geir segir að mikið svell sé á leiðinni yfir Hrafnseyrarheiði sem þurfi að brjóta. Snjór er ekki mikill en skaflar mjög þéttir vegna rigningatíðar í vetur og seinlegt að fást við þá.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31