Tenglar

5. nóvember 2012 |

Opnir fundir um Sóknaráætlun Vestfjarða

Almennir fundir þar sem fjallað verður um Sóknaráætlun Vestfjarða verða haldnir í félagsheimilinu á Patreksfirði á morgun, þriðjudag, og í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og Hnyðju á Hólmavík á miðvikudag. Fundirnir standa allir frá kl. 10 til 15. Allir sem áhuga hafa á framtíð byggðar á Vestfjarðakjálkanum eru hvattir til að sækja fundina ef þeir eiga þess kost.

 

„Áætlunin skiptir okkur öll verulegu máli,“ segir Magnús Ólafs Hansson, verkefnastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða á Patreksfirði. Hann gefur jafnframt nánari upplýsingar í símum 490 2301 og 868 1934.

 

Unnar verða þrjár sóknaráætlanir fyrir hvert svæði Vestfjarða, þ.e. norðursvæði, suðursvæði og Reykhóla og Strandir. Þær verða síðan teknar saman og úr þeim gerð ein heildstæð sóknaráætlun fyrir Vestfirði.

 

Atvinnuþróunarfélagi Vestfirðinga hefur verið falið að vinna að sóknaráætluninni í samvinnu við framkvæmdastjóra sveitarfélaganna. Þeirri vinnu skal lokið og skilað til skrifstofu Fjórðungssambands Vestfirðinga eigi síðar en 15. nóvember.

 

Þann 19. nóvember er ætlunin að kalla samráðsvettvang sóknaráætlunar Vestfjarða saman og fara yfir fyrirliggjandi vinnu og í framhaldi af því skipa framkvæmdaráð til að vinna að sóknaráætlun Vestfjarða.

 

Lokatillaga að sóknaráætlun verður síðan send samráðsvettvanginum 1. desember til umræðu og umsagnar og stefnt er á að sóknaráætlun Vestfjarða verði birt 15. desember.

    

Sóknaráætlanir landshluta

   

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31