Tenglar

2. mars 2015 |

Opnu húsin á Reykhólum að fara í gang

Harpa Björk Eiríksdóttir í afgreiðslunni á Báta- og hlunnindasýningunni.
Harpa Björk Eiríksdóttir í afgreiðslunni á Báta- og hlunnindasýningunni.

Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum er að fara af stað með röð opinna húsa á þessu ári. Það fyrsta verður annað kvöld, þriðjudag 3. mars, og verða þau síðan fyrsta þriðjudaginn í hverjum mánuði alveg fram á haust. Húsið er opnað kl. 18 og verður opið til kl. 21. En ef mikil spilagleði er í fólki, nú eða spjallgleði, þá er bara opið lengur.

 

Aðgangseyririnn er kr. 1.000 fyrir 16 ára og eldri og kr. 500 fyrir yngri. Tíund af aðgangseyri (10%) rennur til góðra samfélagsmála og á morgun verður Héraðsbókasafn Reykhólahrepps fyrir valinu í þeim efnum.

 

Á þessari fyrstu samkomu ársins á Báta- og hlunnindasýningunni verður farið létt yfir það sem í boði verður á sýningunni fram til vorsins og tekið við tillögum gesta í þeim efnum.

 

„Tilvalið að hittast yfir kaffibolla og meðlæti, léttar veitingar innifaldar í verðinu. Hlökkum til að sjá sem flesta,“ segir Harpa Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri Báta- og hlunnindasýningarinnar.

 

Athugasemdir

María Maack, rijudagur 03 mars kl: 08:27

Jibbí byrjar vel

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31