Tenglar

18. maí 2020 | Sveinn Ragnarsson

Opnun Grettislaugar tefst um sinn

1 af 2

Heimilt er að opna sundstaði í dag, 18. maí.  Grettislaug á Reykhólum verður þó lokuð um sinn vegna framkvæmda sem ráðist var í á vordögum. Útlit er samt fyrir að hægt verði að opna laugina til bráðabirgða innan skamms og verður opnunin auglýst sérstaklega hér á vefnum.  

Enn er eftir að ganga frá sturtum og nýjum innréttingum  í búningsklefum. Innréttingarnar hafa tafist í framleiðslu vegna ástandsins af völdum Covid-19.

Um langþráðar endurbætur er að ræða og verður gaman að geta boðið uppá betri aðstæður þegar framkvæmdum lýkur.  


  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31