Tenglar

7. desember 2015 |

Orkubú Vestfjarða: Búast má við rafmagnstruflunum

Ein af línum Orkubúsins / ov.is.
Ein af línum Orkubúsins / ov.is.

Í ljósi vondrar veðurspár má búast við truflunum á rafmagni í kvöld og til morguns. Spáð er ofsaveðri eða jafnvel fárviðri og er vaxandi vindálag á línur í Vestfjörðum í kvöld og viðvarandi til morguns. Hjá Orkubúi Vestfjarða hefur verið farið yfir allan viðbúnað og er hann eins góður og kostur er, segir í tilkynningu.

 

Gangi veðurspá eftir geta línur slitnað og staurar brotnað. Í þéttbýli er nægjanlegt varaafl fyrir raforkukerfið, en bili rafmagnslínur í dreifbýlinu mega notendur búast við að vera án rafmagns þar til unnt er að komast til viðgerða, sem samkvæmt veðurspá verður vart fyrr en síðdegis á morgun.

 

Orkubúið mun birta upplýsingar um truflanir í raforkukerfin á heimasíðu sinni, www.ov.is, Facebook og Twitter svo fljótt sem kostur er. Einnig verður hægt að fá upplýsingar í síma Orkubúsins, 450 3211, meðan veðrið geisar.

 

Förum varlega og höldum okkur innanhúss. Vonandi fer allt á besta veg, segir í tilkynningunni.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Aprl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30