Tenglar

3. febrúar 2016 |

Orkubú Vestfjarða: Þrír styrkir í Reykhólahrepp

Frá afhendingunni á Ísafirði.
Frá afhendingunni á Ísafirði.

Afhending samfélagsstyrkja Orkubús Vestfjarða fyrir árið 2015 fór fram í dag samtímis á Ísafirði, Patreksfirði og Hólmavík. Alls bárust 57 umsóknir, en styrkir sem veittir voru að þessu sinni eru 31 og runnu þar af þrír í Reykhólahrepp. Björgunarsveitin Heimamenn fékk 100 þúsund, ungliðasveit Heimamanna 50 þúsund og Ungmennafélagið Afturelding 100 þúsund krónur.

 

Myndin sem hér fylgir var tekin við veitingu styrkjanna á Ísafirði og birtist á vef Orkubúsins. Þar er Kristján Haraldsson fyrir miðju. Núna í sumar lætur hann af starfi orkubússtjóra, sem hann hefur gegnt frá stofnári fyrirtækisins 1978 eða í 38 ár.

 

Sjá hér nánar um veitingu styrkjanna

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31