3. febrúar 2016 |
Orkubú Vestfjarða: Þrír styrkir í Reykhólahrepp
Afhending samfélagsstyrkja Orkubús Vestfjarða fyrir árið 2015 fór fram í dag samtímis á Ísafirði, Patreksfirði og Hólmavík. Alls bárust 57 umsóknir, en styrkir sem veittir voru að þessu sinni eru 31 og runnu þar af þrír í Reykhólahrepp. Björgunarsveitin Heimamenn fékk 100 þúsund, ungliðasveit Heimamanna 50 þúsund og Ungmennafélagið Afturelding 100 þúsund krónur.
Myndin sem hér fylgir var tekin við veitingu styrkjanna á Ísafirði og birtist á vef Orkubúsins. Þar er Kristján Haraldsson fyrir miðju. Núna í sumar lætur hann af starfi orkubússtjóra, sem hann hefur gegnt frá stofnári fyrirtækisins 1978 eða í 38 ár.
Sjá hér nánar um veitingu styrkjanna