Tenglar

10. janúar 2010 |

Orkubúið stækkar og endurnýjar Mjólkárvirkjun

Mjólkárvirkjun. Mynd af vef OV.
Mjólkárvirkjun. Mynd af vef OV.
Orkubú Vestfjarða hefur gert samning um kaup á vélbúnaði fyrir nýja 1,15 MW virkjun sem verður við Borgarhvilftarvatn fyrir ofan Mjólkárvirkjun og verður þessi nýja virkjun hluti af Mjólkárvirkjun. Stefnt er að útboði framkvæmda vegna þessarar nýju virkjunar á fyrstu mánuðum þessa árs og er reiknað með að hún komist í rekstur undir lok þessa árs. Þá hefur verið tekin ákvörðun um endurnýjun 5,7 MW vélar í Mjólkárvirkjun með nýrri 7 MW vél. Þær framkvæmdir eru fyrirhugaðar árið 2011 og reiknað með gangsetningu nýju vélarinnar í vetrarbyrjun 2011.

 

Áætlaður kostnaður við þessar framkvæmdir er um einn milljarður króna.

 

Orkubú Vestfjarða hefur um langt skeið fjármagnað allar framkvæmdir sínar með fé frá rekstri og er fyrirtækið því skuldlaust ef frá eru taldar eldri lífeyrisskuldbindingar. Þessi stefna hefur leitt til þess að fjármagnskostnaður, sem nú er að sliga flest orkufyrirtæki landsins, er lítill sem enginn og unnt hefur verið að reka fyrirtækið með hagnaði á undanförnum árum. Þrátt fyrir framansagt var Orkubúið með lægsta auglýsta raforkuverð á samkeppnismarkaði á síðasta ári.

 

Þó að áætlaður kostnaður vegna þessara framkvæmda sé um 1.000 milljónir króna á næstu tveimur árum stefnir Orkubúið að því að fjármagna þær á með fé frá rekstri á næstu þremur árum, þannig að ekki þurfi að taka langtímalán þeirra vegna.

 

Samkvæmt fyrirliggjandi áætlun verður unnt að gera þetta með eftirfarandi aðgerðum:

 

 1. Með auknu aðhaldi í rekstri OV. Rekstraráætlun OV fyrir þetta ár gerir ráð fyrir allur kostnaður nema orkukaup verði sá sami og hann var 2009.

 

 2. Með því að dregið verði verulega úr almennum fjárfestingum OV á sama tíma og virkjunarframkvæmdirnar standa yfir. Gert er ráð fyrir að aðrar fjárfestingar verði um 100 milljónir króna á ári næstu tvö ár.

 

 3. Með hóflegum hækkunum á verðskrám. Gert er ráð fyrir að verðskrár fylgi verðlagsþróun.

 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30