Tenglar

31. janúar 2014 | vefstjori@reykholar.is

Orkubúsmenn í heimsókn á Reykhólum

Þorgeir, Finnur, Kristján, Sölvi og Þorsteinn. Nánar í meginmáli.
Þorgeir, Finnur, Kristján, Sölvi og Þorsteinn. Nánar í meginmáli.
1 af 2

Þrír af forsvarsmönnum Orkubús Vestfjarða, þeir Kristján Haraldsson orkubússtjóri, Sölvi Sólbergsson framkvæmdastjóri orkusviðs og Þorsteinn Sigfússon svæðisstjóri Orkubúsins í Strandasýslu og Austur-Barðastrandarsýslu komu í heimsókn á Reykhóla í gær. Þeir skoðuðu mannvirki Orkubúsins og hittu forsvarsmenn Þörungaverksmiðjunnar og saltvinnslunnar Norður & Co. og ræddu við þá um sameiginleg mál fyrirtækjanna. Kristján orkubússtjóri kveðst mjög ánægður með þessa heimsókn á Reykhóla og segir að mál hafi skýrst og verið sett í farveg.

 

Orkubú Vestfjarða rekur jarðhitaveitu á tveimur stöðum. Veitan á Suðureyri við Súgandafjörð annar um fimmtungi af þörfinni þar en á Reykhólum annar hitaveitan þörfinni að öllu leyti.

 

Myndirnar sem fylgja eru af Orkubúsmönnum ásamt forsvarsmönnum Þörungaverksmiðjunnar annars vegar (mynd nr. 1) og forsvarsmönnum Norður & Co. hins vegar (mynd nr. 2).

 

Á fyrri myndinni eru, talið frá vinstri: Þörungaverksmiðjumennirnir Þorgeir Samúelsson og Finnur Árnason og síðan Orkubúsmennirnir Kristján Haraldsson, Sölvi Sólbergsson og Þorsteinn Sigfússon.

 

Einhver sagði að því væri líkast að hin myndin hefði frekar verið tekin í lekri hláturgasverksmiðju en í saltvinnslu. Þar eru við saltsuðupönnurnar, frá vinstri: Morten Grønborg, Kristján Haraldsson, Garðar Stefánsson, Þorsteinn Sigfússon og Sölvi Sólbergsson.

 

Orkubú Vestfjarða

 

Sjá einnig:

20.01.2014 Stórkostlegar vetrar- og ísingarmyndir af hálendinu

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29