12. mars 2016 |
Orkubússtjóraskipti eftir 38 ár
Elías Jónatansson bæjarstjóri í Bolungarvík hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Orkubús Vestfjarða, eða orkubússtjóri eins og jafnan er sagt, og tekur við starfinu í sumar. Hann tekur við af Kristjáni Haraldssyni, sem verður sjötugur á næsta ári. Orkubú Vestfjarða var stofnað árið 1978 og var Kristján ráðinn til að stjórna fyrirtækinu og hefur gert það síðan eða í hartnær 38 ár.
Þeir Kristján og Elías eru báðir verkfræðingar.
Frétt á vef OV: Elías Jónatansson ráðinn orkubússtjóri