Tenglar

2. febrúar 2023 | Sveinn Ragnarsson

Orkukostnaður heimila

Af vef Byggðastofnunar
Af vef Byggðastofnunar

Líkt og undanfarin ár, hefur Byggðastofnun fengið Orkustofnun til að reikna út kostnað á ársgrundvelli, við raforkunotkun og húshitun á sömu fasteigninni, á nokkrum þéttbýlisstöðum og í dreifbýli. Viðmiðunareignin er einbýlishús, 140 m2 að grunnfleti og 350m3.

Almenn raforkunotkun er sú raforka sem er notuð í annað en að hita upp húsnæði, s.s. ljós og heimilistæki, en miðað er við 4.500 kWst í almennri rafmagnsnotkun og 28.400 kWst við húshitun án varmadælu en 14.200 kWst með varmadælu. Gert er ráð fyrir að „loft í vatn“ varmadæla skili 50% sparnaði á raforku til húshitunar en orkusparnaðurinn er þó háður ýmsum þáttum.

 

Á Vestfjörðum er hæsti húshitunarkostnaður í þéttbýli á Ísafirði, Patreksfirði, Suðureyri, Flateyri og í Bolungarvík, þar sem eru kyntar hitaveitur (mynd 7).

Á þessum stöðum er lægsta verð fyrir kyndingu viðmiðunareignar 209 þ.kr. og hefur lækkað um 13,3% frá 2014. Þó eru ekki öll hús tengd fjarvarmaveitum og lægsti mögulegi húshitunarkostnaður er þá nokkuð lægri, eða sá sami og annars staðar á Vestfjörðum þar sem er hitað með rafmagni.

 

Rafhitun er á Hólmavík, Þingeyri, Tálknafirði, Bíldudal, Hnífsdal og Súðavík og þar er lægsti húshitunarkostnaður viðmiðunareignar 177 þ.kr. og hefur lækkað um 31,2% frá 2014. Í Súðavík hefur húshitunarkostnaður lækkað um 34,4% því árin 2014 og 2015 var hann hærri þar en í öðrum byggðakjörnum með rafhitun. Staðurinn er skilgreindur sem dreifbýli hvað varðar raforku en vegna niðurgreiðslna er kostnaður þar nú sá sami og á öðrum stöðum með rafhitun.

 

Á Reykhólum er hitaveita en lægsta verð fyrir húshitun þar er 147 þ.kr. og hefur lækkað um 6,2% síðan 2014. Lægsti húshitunarkostnaður viðmiðunareignar á Vestfjörðum er á Drangsnesi, hjá Hitaveitu Drangsness, 108 þ.kr. og hefur hann hækkað um 4,2% frá 2014.

 

Af vef Byggðastofnunar

 

 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30