Tenglar

27. janúar 2018 | Sveinn Ragnarsson

Örnámskeið í förðun

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir
Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir verður með námskeið í Reykhólaskóla; 

Hvenær?          Fimmtudaginn 1. febrúar

Hvar?               Bekkjarstofa unglingastigs í grunnskólanum

Hvað kostar?   3.000 kr (ekki posi)
ATH skráning óþörf!


Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir útskrifaðist úr Reykjavík Make up School í október 2015 og hefur starfað sem förðunarfræðingur síðan þá. Hefur farðað fyrir auglýsingar, brúðkaup, árshátíðir og hrekkjavöku svo dæmi séu tekin. Starfar í dag sem versluanrstjóri The Body Shop á Akureyri.

 

Dagskrá námskeiðs:

 13-25 ára,  kl. 15 - 16:30

Farið verður yfir húðumhirðu, létta dagförðun, mótun augabrúna, “beauty” augnförðun, halo augnförðun, ásetningu gerviaugnhára og eyeliner trix!  


Endilega takið með ykkur snyrtiveskið & spegla.

 

25 ára og eldri,  kl. 17 - 19 

Farið verður yfir húðumhirðu, létta dagförðun, mótun augabrúna, smokey augnförðun, einföld trix sem ramma augun inn, highlight & contour (hvað er það eiginlega?) og varalita ásetningu!  

Fyrirlestur, sýnikennsla og spjall þar sem hún svarar spurningum eftir bestu getu.

 

Hægt að sjá myndir af förðunum eftir Lovísu og senda spurningar ef einhverjar eru varðandi námskeiðið á Facebook síðunni „Make up by Lovísa


Verður einnig með brot af vörum frá www.haustfjord.is til sölu á staðnum! (með posa)

 


  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30