Tenglar

2. janúar 2017 | Umsjón

Örnámskeið í gerð styrkumsókna

Skúli Gautason.
Skúli Gautason.

Á Reykhólum verður undir kvöld núna á miðvikudag boðið upp á örstutt námskeið í gerð styrkumsókna, en á miðnætti mánudagsins eftir viku rennur út umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða. Það er Skúli Gautason menningarfulltrúi sem heldur námskeiðið og býður spjall og ráðgjöf í kjölfarið.

 

„Ef það blundar í þér skemmtileg hugmynd er einboðið að koma og vita hvort það er ekki hægt að hrinda henni í framkvæmd,“ segir í pósti frá Skúla.

 

Námskeiðið verður haldið á bókasafninu í Reykhólaskóla og hefst kl. 17 á miðvikudag, 4. janúar. Það er þátttakendum að kostnaðarlausu og öllum opið.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30