Tenglar

29. desember 2020 | Sveinn Ragnarsson

Örnefni í Reykhólahreppi

Guðjón Dalkvist
Guðjón Dalkvist
1 af 2

Guðjón Dalkvist, eða Dalli eins og flestir kunnugir kalla hann, skorar á okkur íbúa Reykhólahrepps, að þeir sem kunnugir eru taki þátt í að færa örnefnaskrár inn á loftmyndir. Þá er hægt að ganga að örnefnum á kortum af svæðinu, en af því má hafa margs konar gagn, td. við leiðsögn, fjárleitir og margt fleira. Hægt er að skoða þetta á vef Landmælinga Íslands, lmi.is.

Rétt er að taka fram að fólk getur verið staðkunnugt á ýmsum stöðum í hreppnum þó það búi ekki hér og er liðsinni þess einnig vel þegið.

En hér er semsagt brýningin frá Dalla:

 

Áskorun til sveitunga minna.

Kæru sveitungar. Snemma á þessu ári auglýstu Landmælingar Íslands (bjarney@lmi.is) eftir staðkunnugum mönnum, til að færa örnefnaskrár inn á loftmyndir. Ég hafði strax samband og voru mér sendar tvær örnefnaskrár fyrir Múla í Gilsfirði og viðeigandi loftmyndir.


Ég hafði mjög gaman af að rifja upp bernskusöðvarnar, því margt var gleymt.
Kalli á Kambi er búinn með Kamb og Gautsdal og Addi í Nesi skráði Króksfjarðarnes en að öðru leiti vantar fyrir allan Reykhólahrepp.


Ég vil því skora á sveitunga mína, landeigendur í hreppnum og aðra kunnuga, að gera gangskör að skráningu allra örnefna hreppsins, áður en fleiri týnast.


Nú eru margar jarðir hreppsins í eyði og aðrar eru setnar af fólki, sem ekki hafa fengið örnefnin frá kunnugum. Þau ár, sem ég bjó í Mýrartungu, lærði ég ekki mörg örnefni, rétt þau næstu og stærstu. Tel víst, að svo sé um marga fleiri.
Í þeim tilvikum þurfa kunnugir menn að hjálpast að. Tökum sem dæmi stóran hluta Þorskafjarðar, þar þyrftu rjúpna- og grenjaskyttur og smalar að hjálpast að.

 

Ég endurtek áskorun mína á ykkur, kæru vinir, hafið samband við Bjarneyju.   

Ég vona þið hafið jafn gaman af þessu og ég hafði.

 

Dalli

 

Athugasemdir

Simon Pétur, rijudagur 29 desember kl: 19:35

Örnefnasjá Landmælinga Íslands
https://ornefnasja.lmi.is/mapview/?application=ORN

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2023 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31